Biskup Íslands á minn skilning.

Þar sem hjónaband er skilgreint milli karls og konu út frá Kristinni trú skil ég mjög áhyggjur Biskups. Það truflar mig ekkert þó svo að einstaklingar af sama kyni kjósi að láta pússa sig saman, þeirra val. En ég skil áhyggjur Karls því ég veit að hann er einlægur í sinni trú. Sama hvað hver segir að þá er samkynhneigð ein að syndum Biblíunnar. Út frá því skil ég áhyggjur Karls. En þetta er kannski vandi sem fylgir því að vera Þjóðkirkja að lögum. Ég er þeirrar skoðunar að allir eru jafnir að lögum, gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og hvað þetta heitir allt saman. Ég samt spyr hvort að það þurfi eitthvað að þvinga kirkju til að fara gegn því sem hún trúir. Í Biblíunni er varað við því að breyta eða taka úr henni sem er skrifað. Guð mun dæma það, samkvæmt trúnni. Ég velti því fyrir mér hvort að það sé einmitt það sem Karl er að velta sér uppúr! Mun Guð dæma? Kannski er þessi umræða komin eitthvað sem hún hefði aldrei átt að fara. Auðvitað eiga allir rétt á að fá staðfest sitt sambúðarform, en þarf það eitthvað að vera í gegnum Kristinnar kirkju?   


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnupenni

Bíttuíðig

Stjörnupenni, 28.4.2010 kl. 01:06

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það á að leggja þetta kirkjurugl bara niður....

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 03:04

3 identicon

Ef stofnun vill tjá sína fordóma er það að sjálfsögðu hennar mál en þá getur hún ekki verið á spenanum hjá ríkinu, ríki sem hefur þá yfirlýstu stefnu að mismuna ekki fólki eftir kynhneigð.

Blahh (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 06:01

4 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það að eitt sorprit eins og biblían geti eyðilagt hamingju fólks er þvæla. Fólk hefur vissulega fullan rétt á sínum skoðunum en mér finnst að ef það er yfirlýsing um það að Ísland sé lýðræði og það var það síðast þegar ég vissi þá á fólk að fá að giftast og á ekki kyn að skipta máli.

Biskup er fífl sem og hans fylgilið og að svona menn geti tjáð sig opinberlega hefur áhrif enda hann biskup. Það væri öllum sama hvað ég hefði um málið að segja en bara af því að hann er biskup að þá að hlusta á hann.  Ég er ekki sammála því.

Svo eins og Óskar sagði þá á bara að leggja þetta niður. Fólk má að sjálfsögðu trúa í sínum barnaskap á guð og jesús en ég vil aðskilnað ríkis og kirkju því það á ekki að vera þeirra að borga sem ekki trúa á guð.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.4.2010 kl. 06:53

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Það að einhver rækti og næri þvílíka reiði og beiskju hið innra að kalla trúarrit fjölda fólks (þmt. er ég) sorprit ber skrifandanum sterkt vitni.  Að öðru leiti dæmir Júlíus sig sjálfur. 

Hvað eru annars fordómar?  Skv. orðanna hljóman er þetta dómar sem eru dæmdir án athugunar, án forskoðunar.  Nú er það alls ekki svoleiðis í þessu dæmi.  Ég er mótfallinn því að kirkjan gifti aðra en gagnkynhneigða.  Þetta eru ekki fordómar, ég hef lesið margt um þetta, rætt um þetta við fjölda fólks, kynnt mér aðra möguleika osfr. osfr.  Hafið þið gert þetta, þið sem ásakið kristið fólk um fórdóma?  Hafið þið lesið Biblíuna og skoðað röksemdir kristins fólks fyrir því af hverju það sé ekki skynsamlegt að samkynhneigð pör séu ekki gift innan kristinnar kirkju?  Það er reyndar enn einn flötur sem mér er óljós, þrátt fyrir margvíslegar vangaveltur: Af hverju verður kristin kirkja að vígja og leggja blessun sína yfir samlíf fólks hvers líferni gengur þvert gegn kristnum siðum?  Hvað er fólgið í þessari blessun sem kirkjan gefur? 

@Blah: að skiljanaður ríkis og kirkju er kappsmál fleirum en þér

Ragnar Kristján Gestsson, 28.4.2010 kl. 08:02

6 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það vill nú þannig til Ragnar að ég hef kynnt mér þetta mjög, mjög vel og gekk í söfnuði á sínum tíma (2 ár) til að afla mér þekkingar þannig að þú getur sett þig á háan hest ef þú vilt en ég hef kynnst mörgum í gegnum þetta og hef reynslu af þessu.

Fólkið sem slíkt hef ég ekkert út á að setja enda yndælisfólk oftast nær en það er trúin sem angrar mig og þetta hatur kirkjunar á samkynhneigð. Ég er ekki samkynhneigður en fólki á að vera frjálst að velja og það er algjör firra að halda því fram að tvær konur eða tveir menn séu verri uppalendur fyrir börn eins og sumir kirkjunar menn gera.

Þannig að já ég hef skoðað þetta ansi vel og tel mig geta tjáð mig um þessi mál. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.4.2010 kl. 08:38

7 identicon

Í biblíu er varað við að breyta hvað er skrifað.. HALLÓ, þetta er líklega mest breytta bók ever :)


En þetta mál sýnir mjög vel að trúarbrögð geta aldrei verið samnefnari þjóða... trúarbrög eru í eðli sínu sundrungaröfl.

Það sem Karl á að gera er að koma fram og segja fólki að biblían sé ein stór lygasaga, hann veit þetta vel... spurningin er hvort honum þyki sannleikurinn eða launaumslagið sitt betra

DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:46

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Um leið og menn byrja að leika "hægri hönd Guðs" með að útiloka minnihlutahópa og leggja fólk í einelti í nafni Biblíu, er andskotinn laus....eins og Ragnar Kristján gerir..hryllilegt.

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 09:50

9 Smámynd: Odie

Það stendur nú svo margt í biblíunni sem kirkjurnarmenn taka ekki háttíðlega.  Eins og skilnaðir og að fólk giftist aftur, en það er skilgreint sem hórdómur.  Þannig að kirkjan er vön að velja og hafna því sem hún vill fara eftir.  

Odie, 28.4.2010 kl. 10:27

10 identicon

Sko eitt það mikilvægasta í kristni er að selja allar eigur sínar og gefa fátækum... hugsa ekkert um sjálfan sig, hvar þú færð mat... því Guddi mun sjá um þig eins og fuglana.

Hversvegna er biskup með milljón+ á mánuði... hvers vegna eru prestar einir hæst launuðu menn ríkisins... fyrir það fyrsta er það algerlega gegn biblíu.. í annan stað er það fáránlegt að íslenska ríkið borgi þessum hjátrúarfullu mönnum sem geta ekki einu sinni fylgt bókinni sinni ofurlaun.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 11:03

11 identicon

Í mínum huga merkir íslenska orðið hjón karl og konu sem gift eru hvort öðru. Því er orðið hjónaband ónothæft fyrir tvo einstaklinga af sama kyni. Ég tel sjálfsagt að kirkjunnar menn geti gefið saman tvo einstaklinga af sama kyni en því sambandi verðum við að finna fallegt og þjált nafn, orðið hjónaband getur ekki lýst þeim sáttmála.

Páll (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:02

12 identicon

Ekkert að orðinu hjónaband...

Auðvita skora ég á alla samkynhneigða, sem og alla aðra að láta ekki gifta sig inn í heimsku fornmanna... gifta sig inn hjá guði sem er með fjöldamorð sem sinn helsta "kost".

Loka kirkjunni... það er það eina rétta, kirkjan byggir á lygum, við viljum engar lygar og kjaftæði

DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:36

13 identicon

Sem betur fer hefur kristin trú ekki einkarétt á hjónabandinu.

Það eru allavega tvö trúfélög á Íslandi sem eru fylgjandi þessu, svo geta trúleysingjar líka fengið borgaralega athöfn.

Ég er hinsvegar á því að það eigi ekki að þvinga trúfélög til að blessa hjónabönd sem fara gegn þeirra trú. Lykilatriðið er að hjónabönd samkynhneigðra séu lögleg. Ég hef engan áhuga á að fá prest til þess að blessa hjónabandið mitt ef hann er mótfallinn því.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:03

14 identicon

Ekki vill ég þvinga einn né neinn... ef ríkiskirkjan er virkilega kristin.. þá verður hún að hætta að vera ríkisrekin...

Málið er einfalt; Kirkjan hættir á spena... allir skráðir út úr kirkjunni... þeir sem vilja aftur inn geta farið og skrá sig sem borgunarmenn undir prests ómaga....

Eina hlutverk ríkis í trúarbrögðum verður að vernda þegna fyrir svikráðum þeirra, þar sem þeir selja lækningar og kraftaverk... já ja Jónína Ben og Gunnar Á krossinum falla líka undir þetta, þau bæði selja húmbúk, sem ríkið á að verja þegna fyrir

DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 16:22

15 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Hér eru greinilega allir í stuði! Margar athugasemdir hér eru að mínu mati algjörlega úr takt við innihalds bloggsins. Samt finnst mér skrítið að finna fyrir reiði og mjög svo ómálefnalegum athugasemdum út af þessu bloggi. Okkur er öllum svo sem frjálst að hafa skoðun en margar skoðanir hér eru ekki málefnalegar. En blogg ykkar dæmir ykkur svo sem og lýsir hvað í hjarta ykkar býr.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 28.4.2010 kl. 16:44

16 identicon

Eru eintómir fábjánar sem blogga hérna?

Svenni (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 16:59

17 identicon

"Eru eintómir fábjánar sem blogga hérna?"

Alltaf gaman að fá svona málefnalög rök á bloggið.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:03

18 identicon

Að lesa athugasemdir fólks um þessi málefni er virkilega sorgleg. Viðbjóðslegt orðalag þykir sjálfsagt. Fordómar á allt og alla. Rosalega lifa margir í algjöru svarholi. Vinna engum gagn með svona umræðum. Skaða frekar málstað allra.

Svenni (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:26

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi ekki á að það sé nein reiði sem stýri skrifum fólks um þetta málefni. Enn að málefnið veki upp tilfinningar um "mál málanna" er eðlilegt. Að kirkja og Ríki sé ekki aðskilið frá hvort öðru ber vott um sameiginlegan forpokahátt og hræðslu yfirvalda við kirkjunna. Að fólk 2010 skilji ekki enn að samband tveggja kvenna eða tveggja karla sem hafa ákveðið sjálf að ganga í hjónaband, er enn forneskjulegra, Það er ekkert eins hættulegt fólki eins og heimska, og að fela heimsku sína bakvið trúarrugl eins og kirkjan gerir í dag er mannskemmandi. Svo held ég að umræða um hvaða aðferð hver og einn velur í sjálfri umræðunni, sé lengst frá efninu af öllu. Það er alveg furðuleg mótrök þegar fólk hefur ekkert að koma með annað enn hugsanlegar stafsettningarvillur í því sem fólk skrifar.....

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 18:00

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

... Og hvað sem er málefnalegt og hvað ekki, er engin einn fær um að dæma. Það eru engin bannorð til í íslensku. Enn það er til nóg af fólki sem vill stýra því hvernig fólk tjáir sig. Ég er með þá skoðun á Biskupinn á Íslandi í dag sé barnalegur. Ekki heimskur, bara vanþroska krakki í kjól. Ég vil fá að hafa þá skoðun í friði. Ég mun skipta um skoðun þegar ég fæ einhver rök fyrir því að hann sé það ekki..

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 18:00

21 identicon

Þetta snýst ekkert um hvort það sé rétt eða rangt hvort samkynhneigðir fái að ganga í hjónabanand í kirkju eða ekki. Það blöskrar örugglega flestum sem lesa hugrenningar fólks á blogginu hérna um þetta málefni. Verst að bloggarnir sjálfir skuli ekki átta sig á sínum skrifum. Þvílíkt rugl.

Svenni (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 18:17

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru sjálfsagt margir sem gera sér ekki grein fyrir skrifum sínum, eða er alveg sama eins og mér. Enn mesta ruglið er þessi afstaða biskups og margra presta til þessa máls og margra annara. Tvískinnungurinn í kirkjunni er ekki að hægt að lýsa bara með að segja að það sé rugl. Það er bara of bitlaust. Það þarf að skerpa tónin gagnvart kirkjunni og fá þá til að vakna upp til að sjá hvaða áhrif þeir hafa á samfélagið. Ef fólki blöskrar kirkjan eða önnur pólitík í samfélaginu þarf að samþykkja hvaða orð og lýsingar sem er. Það eru alltif margir sem eru snillingar í að fela tvískinnunginn á bakvið vandað málfar og þetta þokukennda hugtak sem í daglegu tali er kallað "málefnaleg umræða". Við eru vanir s.k. "málefnalegri umræðu" úr póltíkinni og á Íslandi í dag eru hópar af fólki sem heimtar "málefnalega umræðu" um málefni sem eru alveg að ganga frá fólki. Þetta á líka við endalausar endurtekningar um hvort leyfa eigi samkynhneigðum sömu réttindi og öðru fólki. Umræðan ætti að vera óþörf og málefnið sjálfsagt.

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 18:55

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Enn það er það ekki og Biskup og prestar eru að mikla sig yfir því að þeir séú að gefa leyfi fyrir þessum hjónaböndum. Það þarf ekki að spyrja um nein leyfi frá kirju í dag. Vald kirkjunnar er liðin tíð enn þeir virðast ekki hafa fengið frettirnar af því sjálfir. Biskupinn er "symbol" án allra valda og opinber manneskja þess vegna. Hann verður að þola krítik. Ég er ekki viss um að Íslenski Biskupinn skilji þessa krítik og það er oftast þannig að sumt fólk hlustar ekki fyrr enn það er öskrað á það. Ég tek undir með Stjörnupenna í fyrsta kommentinu. Eitt einasta orð og það er ekki hægt að misskilja neitt...

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 18:56

24 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Það gladdi mig mjög að prestarnir eru ekki alveg vonlausir. Frábært að sjá að þeir vísuðu yfirlýsingu um hjónabandið í nefnd sem mun útskurða hvað kenningin segir um hjónabandið. ( Verð þó að lýsa undrun minna að þeir hafa ekki verið búnir að því )

Óskar. Ég held að þú sért að misskilja Biskupinn. Hann er að verja það embætti sem hann er ábyrgur fyrir. Persónulega finnst mér það ekki fallegt að kalla Biskupinn ,,vanþroska krakka í kjól". Velti því fyrir mér hvort að þú þurfir ekki aðeins að slaka á? Þú þarft allavega að vera málefnalegur til þess að hægt sé að taka mark á þér. Þú ættir að panta tíma hjá Biskupnum til að ræða þetta við hann. Ég er þess fullviss að þið gætuð náð sáttum.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 29.4.2010 kl. 21:02

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef biskupinn þarf eitthvað að tala við mig þá hefur hann bara samband, ekki satt? Það er ekkert fagurt við biskupsembættið..

Óskar Arnórsson, 29.4.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Böðvar Ingi Guðbjartsson

Höfundur

Böðvar Ingi Guðbjartsson
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband