Færsluflokkur: Bloggar

Meðfædd kynhneigð?

Það er ekki búið að sanna það með rökum að samkynhneigð sé meðfædd. Eflaust eru einhverjir sem halda því fram og telja sig hafa einhverjar sannanir fyrir því. Ég hef allavega ekkert í höndum yfir það. Félagsfræðin fullyrðir að ekkert er meðfædd hjá okkur mannkyninu. ( Kannski sogþörfin, fyrir börn á brjósti. ) Öll hegðun okkar er lærð og mótuð af umhverfinu. Af þeim rökum tel ég mjög vafasamt að fræða börn um samkynhneigð. Ég vil benda á grein sem var birt eftir mig í Morgunblaðinu fyrir nokkrum mánuðum.http://www.kirkju.net/index.php/ymsir/2007/01/30/p1025

Í athugsemd sem ég sendi inn vegna fréttar um Pólverja,sem vildu meina fræðslu um samkynhneigð,að þá var ég eingöngu að gagnrýna fréttafluttninginn. //mrbig.blog.is/blog/mrbig/entry/188781/

Ég álít það vera rugla að vara Pólverja við. Vara þá við að meina ekki fræðslu um samkynhneigð. Þegar ég sé svona fréttir vil ég að fréttamenn setji fram rök Pólverja, af hverju vilja Pólverjar ekki þessa fræðslu inn í skóla sína. Það að banna samkynhneigð viðhorf mun ekki á nokkurn hátt kvelja samkynhneigða og hvað þá aðstandendur þeirra. Hinsvegar er ég sannfærður um að fólk sem telur sig vera að berjast með málefnum samkynhneigðra, ekki hafa hugmynd um þá kvöl sem samkynhneigt fólk býr við.

Margar frásagnir frá samkynhneigðu fólki sem snéri baki við samkynhneigð lýsir þessu sem mikilli kvöl. Baráttu fólk samkynhneigðra á hins vegar að hjálpa samkynhneigðu fólki að fá hjálp við kvötum sínum.Ég ætla að senda hér vefslóð til þeirra sem vilja berjast fyrir málstað samkynhneigðra. Hér getið þið fræðst um alvöru mál. Það sem er svo magnað við þetta að þúsundir, fyrrverandi samkynhneigðra gefa ráð til að losna við samkynhneigð. http://www.exodus.to/  Slík hjálp er ómetanleg. Halo 


Biblían

 

Biblían er án efa ein umdeildasta bók veraldar og þar af leiðandi hefur fjöldi fólks misnotað Biblíuna í röngum tilgangi. Biblían er rituð af 40 mönnum, allt frá fjárhirðum til konunga. Biblían er rituð á um 1500 ára tímabili. Í Biblíunni er algjör samhljómur þ.e.a.s. enginn þversögn. Þeir sem rituðu Biblíuna fengu innblástur frá Guði til að rita. Það sem gerir Biblíuna svona magnaða er að hún hefur að geyma fjöldann allan af spádómum. Spádómar sem spámenn Guðs fluttu samtíðar fólki sínu á sínum tíma. Sagnfræðin styður með sögunni að fjöldinn allur af spádómum Biblíunnar hefur ræst.

Um 80% af spádómum Biblíunnar hafa ræst, 20% eiga eftir að rætast. Þeir spádómar hafa með endurkomu Jesú að gera og eins og við vitum að þá hefur Jesús ekki ennþá komið aftur eins og Hann lofaði. Enda þegar Jesús kemur aftur munu kraftar himnanna bifast. Það mun ekki fara framhjá neinum. (Matteusarguðspjall 24:29-31. Biblían 1981)

Myndasyrpan sem Jónas sendi mér, föstudaginn 27.04.07 við færslu ömurlegur fréttafluttningur, er talandi dæmu um hvernig fáfrótt fólk, hefur í gegnum aldirnar misnotað Biblíuna. Notað Biblíuna í röngum tilgangi til að fullnægja sínum eigin hvötum.  Ef menn geta náð inn á átrúnað fólks er hægt að láta fólk gera hvað sem er. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk lesi Biblíuna sjálft og kynni sér hvað í Biblíunni stendur. Tökum til dæmis þrælahald. Í 1 Tímóteusarbréfi 1:10 ( Nýja testamentið ) er þrælahald skilgreint sem synd. Í Gamla testamentinu var þrælahald af öðrum toga. Þar bjuggu menn ekki við efnahagslegan raunveruleika eins og við þekkjum í dag. Menn gátu selt sig í þrælahald til að greiða upp þjófnað eða skuldir. ( Þar varst þú ekki gjaldþrota eins og við þekkjum í dag. Öll bankaviðskipti lokuð. ) Í 2 Mósebók 22:3 getum við lesið um þjóf sem var staðinn að verki og ef hann gat ekki borgað sekt sína var hann seldur í þrældóm þar til skuldin var að fullu borguð.

Þegar fólk er að taka Biblíuna úr samhengi og vitnar í lögmálið sem er í Gamla testamentinu að þá verður það að skilja að Kristið fólk er ekki undir ákvæðum lögmálsins. Það var hugsað fyrir Gyðinga á þeim tíma. Guð var að búa til þjóð ( móta ) til að vera ljós fyrir heiminn. Þjóð sem var boðberi Hins eina sanna Guðs. 1 Mósebók 12:1-3. Guð gaf Gyðingum lögmálið til að fara eftir. Að fara eftir lögmálinu hafði með þína réttlætingu að gera. Þannig gátu þeir nálgast Guð. En vegna þess að í mannheimi erum við svo mannleg, breisk og ófullkomin, að þá áttu Gyðingarnir í erfiðleikum með þetta. Gyðingar fóru að bæta við lögmálið allskonar ákvæðum sem voru bara til að flækja hlutina. Þegar Jesús kom að þá fór Hann að leiðrétta þá sem voru að kenna lögmálið. Jesús sýndi hina einu sönnu mynd af Guði. Guð kærleikans.

Hér er áhugaverð bók fyrir fólk sem vill kynna sér hvað Biblían er trúverðug:

The Case for Christ: A journalist´s Personal Investigation of the Evidence for Jesus

Halo

 


Ömurlegur fréttafluttningur!

Þegar prestar felldu tillöguna um giftingu samkynhneigðra mátti sjá ömurlegan fréttafluttning frá Fréttablaðinu og blaðinu.

Eins og t.d. forsíðan á blaðinu fimmtudaginn 26. apríl 2007 ,,Kirkjan elskar með skilyrðum", og síðan á bls. 8 ,,Böðlar samkynhneigðra". Síðan var tekið viðtal við þá Hörð Torfa og Pál Óskar sem engan skilning hafa á Biblíunni og þar fengu þeir að ausa úr skálum reiði sinnar í garð kirkjunnar. Smá viðtal við Dr. Sigurð Árna Þórðarson prest í Neskirkju fékk ekki mikið vægi í þeirri frétt.

Í Fréttablaðinu fimmtudaginn 26. apríl 2007 var tekið viðtal við Bjarna Karlsson þar sem hann segist blygðast sín fyrir hönd kirkjunnar. Einnig var tekið viðtal við formann samtakanna 78 og viðkomandi sagði að útkoman kom sér ekki á óvart.

Þeir aðilar sem stóðu að þessum fréttum sýndu á engann hátt hlutleysi við gerð þessarar fréttar. Greinilega mátti sjá með hvorum aðilanum var tekinn afstaða. Þegar ég las fréttirnar gat ég ekki skilið annað en að prestar væru vondir menn og hötuðu samkynhneigða. En aðvitað er það ekki svo. Flest allt Kristið fólk hefur mikið umburðarlyndi og kærleika til náungans. Enda er það partur af því að vera Kristinnar trúar. Hins vegar hefur Kristið fólk ekkert leyfi til að breyta Orði Guðs, slíkt er mikill glæpur í augum Guðs. Prestar hafa ekki heimild til að breyta Orði Guðs og þess vegna ber að virða það við þá.

Fréttamenn verða að gæta sín þegar þeir flytja fréttir. Í flestum tilfellum eru fréttir mjög góðar og málefnalegar en þessar tvær fréttir sem um ræðir eru á engann hátt málefnalegar. Fréttamenn eiga að kynna sér af hverju prestar felldu tillöguna og útskýra það fyrir lesendum, slíkt er fagmannlegt.


Ljós í myrkri.

Ég var með áhyggjur yfir því að þjóðkirkjuprestar ætluðu að láta beygja sig til að samþykkja lög sem fara gegn Orði Guðs, Biblíunni. En viti menn, álit mitt á prestum þjóðkirkjunnar hefur lagast til muna eftir að þeir felldu þessa tillögu. Það skal vera öllum ljóst að það er hvergi í Biblíunni hægt að lesa að Guð sé samþykkur því að gifta eigi tvo einstaklinga af sama kyni. Samkynhneigð er ein af mörgum syndum Biblíunnar og í því ljósi á kirkjan að bjóða upp á samtök eins og t.d. www.exodus.to/ þar sem fólki er hjálpað að losna undan samkynhneigð.

Þeir prestar sem tala með samkynhneigð og bera fyrir sig Biblíuna geta á engan hátt staðfest boðun sína út frá Orði Guðs. Þeir gera lítið úr Kristinni trú og ljúga upp á hana. Í einu af bréfum Biblíunnar varar Páll við þeim sem boða annan Jesú, slíkir menn séu bölvaðir. ( Galatabréfið 1:6-10 Biblían 1981. ) Í 1 Korintubréfi 6:9-11 ( Biblían 1981 ) talar Páll postuli til Korintumanna og segir að þeir skulu ekki villast, því að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa. Síðan telur Páll upp nokkur atriði og meðal annars samkynhneigð. Páll heldur síðan áfram og segir að sumir ykkar voru samkynhneigðir en þið létuð freslast og snéruð frá þeim lifnaði. Þess vegna fáið þið að fara til Himna.

Af þessum ástæðum er ég glaður yfir því að prestar virðast vera að rísa á fætur og halda sér við Orð Guðs í orði og verki.

Þeir sem staðfastir eru og vilja standa með Orði Guðs ættu að skoða orð Páls til Tímóteusar, í 2 Tímóteusarbréfi 3 kafla. Þar varar Páll Tímóteus við og segir meðal annars í 12 versi ,,Já allir, þeir sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú, munu ofsóttir verða. En vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villandi aðra og villuráfandi sjálfir."

Þessi skrif eru ekki árás á samkynhneigða heldur svar við árás fólks sem vill rífa niður Orð Guðs og brengla Biblíuna.Halo


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vara við hverju?

Svona frétt er engan veginn tæmandi. Ég vill að fréttamenn kynni sér rök Pólverja fyrir því, afhverju þeir vilji seta lög gegn samkynhneigð. Þegar fólk les svona frétt t.d. eins og þessa, að þá virkar hún eins og Pólverjar séu með einhverja fordóma. Brjóta gegn mannréttindasáttmála Evrópu? Fólk sem les fréttir á skilið að ( sérstaklega á mbl.is ) fá frétt þar sem fréttamaðurinn setur fram fréttina án þess að mynda sér skoðun. T.d. þessi frétt, það þarf að útskýra afhverju vilja Pólverjar ekki fá slíkt inn í sína skóla.Halo
mbl.is Pólverjar varaðir við að setja lög gegn samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Böðvar Ingi Guðbjartsson

Höfundur

Böðvar Ingi Guðbjartsson
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband