25.4.2007 | 21:52
Vara við hverju?
Svona frétt er engan veginn tæmandi. Ég vill að fréttamenn kynni sér rök Pólverja fyrir því, afhverju þeir vilji seta lög gegn samkynhneigð. Þegar fólk les svona frétt t.d. eins og þessa, að þá virkar hún eins og Pólverjar séu með einhverja fordóma. Brjóta gegn mannréttindasáttmála Evrópu? Fólk sem les fréttir á skilið að ( sérstaklega á mbl.is ) fá frétt þar sem fréttamaðurinn setur fram fréttina án þess að mynda sér skoðun. T.d. þessi frétt, það þarf að útskýra afhverju vilja Pólverjar ekki fá slíkt inn í sína skóla.
Pólverjar varaðir við að setja lög gegn samkynhneigð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Böðvar, frábært að fá þig hingað. Lesendum til upplýsingar hefur hann skrifað tvær eða þrjá góðar blaðagreinar um mál samkynhneigðra í Morgunblaðið, m.a. í sambandi við uppeldis- og skólamál. Eina þeirra vorum við á Kirkju.net búnir að endurbirta og ætluðum að birta fleiri, en hér er auðvitað frábær vettvangur fyrir birtingu þeirra allra (kannski með smá-formálsorðum til að setja lesendur inn í samhengið). Endilega, Böðvar!
Þarna í Moggafréttinni er talað um, að "Pólverjar [séu] varaðir við að setja lög gegn samkynhneigð," en sá texti getur auðveldlega misskilizt (og kannski var það tilgangur þýðandans á Mbl.). Þeir eru örugglega ekki að setja lög gegn grunnhneigðinni sem slíkri, heldur mun þarna átt við samkynja mök, samfarir tvegga karla eða tveggja kvenna. Orðið "samkynhneigð" er viðsjált og á einfaldlega ekki við í svona fyrirsögn, en tilgangurinn er kannski sá að láta Pólverjana líta sem verst út í augum íslenzkra lesenda og púkka svolítið upp á sjálfsálit líberalistanna hér á landi.
Jón Valur Jensson, 26.4.2007 kl. 01:11
Kæra Ásdís. Það er ekki búið að sanna það með rökum að samkynhneigð sé meðfædd. Eflaust eru einhverjir sem halda því fram og telja sig hafa einhverjar sannanir fyrir því. Ég hef allavega ekkert í höndum yfir það. Félagsfræðin fullyrðir að ekkert er meðfædd hjá okkur mannkyninu. ( Kannski sogþörfin, fyrir börn á brjósti. ) Öll hegðun okkar er lærð og mótuð af umhverfinu. Af þeim rökum tel ég mjög vafasamt að fræða börn um samkynhneigð. Ég vil benda á grein sem ég sendi inn á Morgunblaðið í fyrra. http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/113999/
Það sem ég er hinsvegar að benda á er fréttafluttningurinn og hvaða rugl það sé að vara Pólverja við. Vara þá við að meina ekki fræðslu um samkynhneigð. Þegar ég sé svona fréttir vil ég að fréttamenn setji fram rök Pólverja, af hverju vilja Pólverjar ekki þessa fræðslu inn í skóla sína. Það að banna samkynhneigð viðhorf mun ekki á nokkurn hátt kvelja samkynhneigða og hvað þá aðstandendur þeirra. Hinsvegar er ég sannfærður um að fólk sem telur sig vera að berjast með málefnum samkynhneigðra ekki hafa hugmynd um þá kvöl sem samkynhneigt fólk býr við. Margar frásagnir frá samkynhneigðu fólki sem snéri baki við samkynhneigð lýsir þessu sem mikilli kvöl. Baráttu fólk samkynhneigðra á hins vegar að hjálpa samkynhneigðu fólki að fá hjálp við kvötum sínum.
Ég ætla að senda hér vefslóð til þeirra sem vilja berjast fyrir málstað samkynhneigðra. Hér getið þið fræðst um alvöru mál. Það sem er svo magnað við þetta að þúsundir, fyrrverandi samkynhneigðra gefa ráð til að losna við samkynhneigð. http://www.exodus.to/ Slík hjálp er ómetanleg.
Böðvar Ingi Guðbjartsson, 28.4.2007 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.