Biblían er án efa ein umdeildasta bók veraldar og þar af leiðandi hefur fjöldi fólks misnotað Biblíuna í röngum tilgangi. Biblían er rituð af 40 mönnum, allt frá fjárhirðum til konunga. Biblían er rituð á um 1500 ára tímabili. Í Biblíunni er algjör samhljómur þ.e.a.s. enginn þversögn. Þeir sem rituðu Biblíuna fengu innblástur frá Guði til að rita. Það sem gerir Biblíuna svona magnaða er að hún hefur að geyma fjöldann allan af spádómum. Spádómar sem spámenn Guðs fluttu samtíðar fólki sínu á sínum tíma. Sagnfræðin styður með sögunni að fjöldinn allur af spádómum Biblíunnar hefur ræst.
Um 80% af spádómum Biblíunnar hafa ræst, 20% eiga eftir að rætast. Þeir spádómar hafa með endurkomu Jesú að gera og eins og við vitum að þá hefur Jesús ekki ennþá komið aftur eins og Hann lofaði. Enda þegar Jesús kemur aftur munu kraftar himnanna bifast. Það mun ekki fara framhjá neinum. (Matteusarguðspjall 24:29-31. Biblían 1981)
Myndasyrpan sem Jónas sendi mér, föstudaginn 27.04.07 við færslu ömurlegur fréttafluttningur, er talandi dæmu um hvernig fáfrótt fólk, hefur í gegnum aldirnar misnotað Biblíuna. Notað Biblíuna í röngum tilgangi til að fullnægja sínum eigin hvötum. Ef menn geta náð inn á átrúnað fólks er hægt að láta fólk gera hvað sem er. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk lesi Biblíuna sjálft og kynni sér hvað í Biblíunni stendur. Tökum til dæmis þrælahald. Í 1 Tímóteusarbréfi 1:10 ( Nýja testamentið ) er þrælahald skilgreint sem synd. Í Gamla testamentinu var þrælahald af öðrum toga. Þar bjuggu menn ekki við efnahagslegan raunveruleika eins og við þekkjum í dag. Menn gátu selt sig í þrælahald til að greiða upp þjófnað eða skuldir. ( Þar varst þú ekki gjaldþrota eins og við þekkjum í dag. Öll bankaviðskipti lokuð. ) Í 2 Mósebók 22:3 getum við lesið um þjóf sem var staðinn að verki og ef hann gat ekki borgað sekt sína var hann seldur í þrældóm þar til skuldin var að fullu borguð.
Þegar fólk er að taka Biblíuna úr samhengi og vitnar í lögmálið sem er í Gamla testamentinu að þá verður það að skilja að Kristið fólk er ekki undir ákvæðum lögmálsins. Það var hugsað fyrir Gyðinga á þeim tíma. Guð var að búa til þjóð ( móta ) til að vera ljós fyrir heiminn. Þjóð sem var boðberi Hins eina sanna Guðs. 1 Mósebók 12:1-3. Guð gaf Gyðingum lögmálið til að fara eftir. Að fara eftir lögmálinu hafði með þína réttlætingu að gera. Þannig gátu þeir nálgast Guð. En vegna þess að í mannheimi erum við svo mannleg, breisk og ófullkomin, að þá áttu Gyðingarnir í erfiðleikum með þetta. Gyðingar fóru að bæta við lögmálið allskonar ákvæðum sem voru bara til að flækja hlutina. Þegar Jesús kom að þá fór Hann að leiðrétta þá sem voru að kenna lögmálið. Jesús sýndi hina einu sönnu mynd af Guði. Guð kærleikans.
Hér er áhugaverð bók fyrir fólk sem vill kynna sér hvað Biblían er trúverðug:
The Case for Christ: A journalist´s Personal Investigation of the Evidence for Jesus
Biblían er án efa ein umdeildasta bók veraldar og þar af leiðandi hefur fjöldi fólks misnotað Biblíuna í röngum tilgangi. Biblían er rituð af 40 mönnum, allt frá fjárhirðum til konunga. Biblían er rituð á um 1500 ára tímabili. Í Biblíunni er algjör samhljómur þ.e.a.s. enginn þversögn. Þeir sem rituðu Biblíuna fengu innblástur frá Guði til að rita. Það sem gerir Biblíuna svona magnaða er að hún hefur að geyma fjöldann allan af spádómum. Spádómar sem spámenn Guðs fluttu samtíðar fólki sínu á sínum tíma. Sagnfræðin styður með sögunni að fjöldinn allur af spádómum Biblíunnar hefur ræst.
Um 80% af spádómum Biblíunnar hafa ræst, 20% eiga eftir að rætast. Þeir spádómar hafa með endurkomu Jesú að gera og eins og við vitum að þá hefur Jesús ekki ennþá komið aftur eins og Hann lofaði. Enda þegar Jesús kemur aftur munu kraftar himnanna bifast. Það mun ekki fara framhjá neinum. (Matteusarguðspjall 24:29-31. Biblían 1981)
Myndasyrpan sem Jónas sendi mér, föstudaginn 27.04.07 við færslu ömurlegur fréttafluttningur, er talandi dæmu um hvernig fáfrótt fólk, hefur í gegnum aldirnar misnotað Biblíuna. Notað Biblíuna í röngum tilgangi til að fullnægja sínum eigin hvötum. Ef menn geta náð inn á átrúnað fólks er hægt að láta fólk gera hvað sem er. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk lesi Biblíuna sjálft og kynni sér hvað í Biblíunni stendur. Tökum til dæmis þrælahald. Í 1 Tímóteusarbréfi 1:10 ( Nýja testamentið ) er þrælahald skilgreint sem synd. Í Gamla testamentinu var þrælahald af öðrum toga. Þar bjuggu menn ekki við efnahagslegan raunveruleika eins og við þekkjum í dag. Menn gátu selt sig í þrælahald til að greiða upp þjófnað eða skuldir. ( Þar varst þú ekki gjaldþrota eins og við þekkjum í dag. Öll bankaviðskipti lokuð. ) Í 2 Mósebók 22:3 getum við lesið um þjóf sem var staðinn að verki og ef hann gat ekki borgað sekt sína var hann seldur í þrældóm þar til skuldin var að fullu borguð.
Þegar fólk er að taka Biblíuna úr samhengi og vitnar í lögmálið sem er í Gamla testamentinu að þá verður það að skilja að Kristið fólk er ekki undir ákvæðum lögmálsins. Það var hugsað fyrir Gyðinga á þeim tíma. Guð var að búa til þjóð ( móta ) til að vera ljós fyrir heiminn. Þjóð sem var boðberi Hins eina sanna Guðs. 1 Mósebók 12:1-3. Guð gaf Gyðingum lögmálið til að fara eftir. Að fara eftir lögmálinu hafði með þína réttlætingu að gera. Þannig gátu þeir nálgast Guð. En vegna þess að í mannheimi erum við svo mannleg, breisk og ófullkomin, að þá áttu Gyðingarnir í erfiðleikum með þetta. Gyðingar fóru að bæta við lögmálið allskonar ákvæðum sem voru bara til að flækja hlutina. Þegar Jesús kom að þá fór Hann að leiðrétta þá sem voru að kenna lögmálið. Jesús sýndi hina einu sönnu mynd af Guði. Guð kærleikans.
Hér er áhugaverð bók fyrir fólk sem vill kynna sér hvað Biblían er trúverðug:
The Case for Christ: A journalist´s Personal Investigation of the Evidence for Jesus