29.4.2007 | 10:43
Meðfædd kynhneigð?
Það er ekki búið að sanna það með rökum að samkynhneigð sé meðfædd. Eflaust eru einhverjir sem halda því fram og telja sig hafa einhverjar sannanir fyrir því. Ég hef allavega ekkert í höndum yfir það. Félagsfræðin fullyrðir að ekkert er meðfædd hjá okkur mannkyninu. ( Kannski sogþörfin, fyrir börn á brjósti. ) Öll hegðun okkar er lærð og mótuð af umhverfinu. Af þeim rökum tel ég mjög vafasamt að fræða börn um samkynhneigð. Ég vil benda á grein sem var birt eftir mig í Morgunblaðinu fyrir nokkrum mánuðum.http://www.kirkju.net/index.php/ymsir/2007/01/30/p1025
Í athugsemd sem ég sendi inn vegna fréttar um Pólverja,sem vildu meina fræðslu um samkynhneigð,að þá var ég eingöngu að gagnrýna fréttafluttninginn. //mrbig.blog.is/blog/mrbig/entry/188781/
Ég álít það vera rugla að vara Pólverja við. Vara þá við að meina ekki fræðslu um samkynhneigð. Þegar ég sé svona fréttir vil ég að fréttamenn setji fram rök Pólverja, af hverju vilja Pólverjar ekki þessa fræðslu inn í skóla sína. Það að banna samkynhneigð viðhorf mun ekki á nokkurn hátt kvelja samkynhneigða og hvað þá aðstandendur þeirra. Hinsvegar er ég sannfærður um að fólk sem telur sig vera að berjast með málefnum samkynhneigðra, ekki hafa hugmynd um þá kvöl sem samkynhneigt fólk býr við.
Margar frásagnir frá samkynhneigðu fólki sem snéri baki við samkynhneigð lýsir þessu sem mikilli kvöl. Baráttu fólk samkynhneigðra á hins vegar að hjálpa samkynhneigðu fólki að fá hjálp við kvötum sínum.Ég ætla að senda hér vefslóð til þeirra sem vilja berjast fyrir málstað samkynhneigðra. Hér getið þið fræðst um alvöru mál. Það sem er svo magnað við þetta að þúsundir, fyrrverandi samkynhneigðra gefa ráð til að losna við samkynhneigð. http://www.exodus.to/ Slík hjálp er ómetanleg.
Um bloggið
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrigefðu, en ég sem samkynhneygður einstaklingur sem ólst upp hja foreldrum mínum sem eru af gagnstæðu kyni systkyni sem eru bæði gagnkynhneigð í samfélagi þar sem samkynhneygð þekktist varla, og á tímabili þegar ég var að finna það út hjá sjálfum mér að ég væri samkynhneigður. Þá langar mig að spyrja þig hvar á ég að hafa lært mína hneigð því ekki var hún í minu nánasta umhverfi og það eina sem maður vissi um samkynhneigð var nánast bara úr umfjöllun sjónvarps.
Igurður Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 11:01
Sammála Böðvar, það er einn flötur á þessu máli sem fólk virðist ekki vilja kynna sér . Það er sú staðreynd að þúsundir manna hafa sagt skilið við þessa hneigð . Að sjálfsögðu af þeir kusu að gjöra svo.
Ég vil benda Þrym á slóðina:http://www.pfox.org/spitzer2.html
Þar er athyglisvert álit fræðimanns.
kv. Kristinn
Kristinn Ásgrímsson, 29.4.2007 kl. 15:44
Kæri Þrymur. Í Biblíunni er talað um að jörðin sé jarðkringla Jesaja 40:22. Einnig eru fleiri staðir í Biblíunni t.d. Orðskviðirnir 8:31 og f.l. sem segja að jörðin sé hnöttur. Þegar Galíleó kom fram með sólmiðjukenninguna í trássi við páfagarð, að þá vilja sumir menn nota það í gegn Kristnum mönnum viðbrögð páfagarðs. Það að páfagarður reyndi að þagga niðrí Galíleó er sennilega út af því að kirkjan ( kaþólska ) kenndi að jörðin væri flöt. Einnig var Biblían þá á latínu og ekki æskilegt að almúginn læsi í Biblíunni. Það að kenna að jörðin sé flöt og að meina fólki að lesa í Biblíunni hefur ekkert með Kristna trú að gera. Menn sem þekkja til sögunnar vita að kaþólska kirkjan gerði margt miður fyrr á öldum sem gert var í nafni trúarinnar. Því miður af þeim sökum villast margir menn og reyna að hemfæra mannleg mistök yfir á Biblíuna. Biblían sem er óskeikul.
Þó að ég hafi skoðun á samkynhneigð, og hef aðallega verið að gagnrýna fréttaflutning ýmissa fjölmiðla vegna þeirra umfjöllun á samkynhneigð, hefur ekkert að gera með flatar jarðir. Ég er líka að benda á önnur sjónarmið, t.d. sjónarmið þeirra sem snúið hafa baki við samkynhneigð. Persónulega finnst mér sjónarmið fólks sem losnað hefur undan samkynhneigð vega mjög þungt á þá vogaskál í umræðunni um hvort að leifa eigi að auka réttindi samkynhneigðra. Það fólk sem hefur losnað undan samkynhneigð varar við auknum réttindum samkynhneigðra.
Kæri Igurður. Ég get á engan hátt gefið þér nákvæmt svar yfir kynhneigð þinni. Það eina sem ég get bent á er að margir félagsfræðingar vilja meina að yfir hundrað atriði geti leitt til samkynhneigðar. Maður að nafni Alan Chamber sem fer fyrir samtökunum Exodus, samtök fyrrverandi homma og lesbía, kom hingað til landsins í vetur og var með fyrirlestur sem var mjög áhugaverður. Hann gaf okkur sinn vitnisburð, hvernig hann varð samkynhneigður. Það var áhugavert að hlusta á hann og hans frásögn svaraði mörgum spurningum. Hér er vefslóð http://exodus.to/help sem er mjög áhugaverð og kannski finnur þú svarið þitt hér. Gangi þér vel.
Böðvar Ingi Guðbjartsson, 29.4.2007 kl. 22:37
Þetta er mjög góður og réttur focus á þetta mál og þær aðstæður sem myndast, hjá umræddum samfélagshópi. það er ekki sama hvernig prófíl maður hefur í svona viðhvæmu efni. Guð blessi þig kæri vinur og bróðir.
Högni Hilmisson, 1.5.2007 kl. 01:40
Amen Bróðir. Góð grein hjá þér !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.5.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.