Athugasemdir
Þú ert fyndinn, aðallega vegna þess að þú ert illa upplýstur.
Marvin Lee Dupree, 16.5.2007 kl. 03:22
Sæll Marvin. Japanskt máltæki segir ,,Sá sem komin er í þrot í rökræðum tekur upp hnefann." Það að segja að ég sé illa upplýstur, ber keim af því að þú hefur enginn rök (málefnaleg) gegna því sem ég var að skrifa um.
Það sem ég var að velta fyrir mér í þessum pistli mínum er útkoma Framsóknarflokksins. Allavega á sínum tíma þegar umræðan var um samkynhneigð að þá hjó ég eftir þessu og þá aðallega á samtölum fólks. Allmörgum fannst flokkurinn ekki beita sér málefnalega og taka inn í umræðuna sjónarmið annarra, þegar það var í fréttum, um að þeir ætluðu að beita sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra. Mjög margir sögðu ,,Núna væri Framsóknarflokkurinn búinn að missa trúverðugleikann sinn með því að reina að fiska inn atkvæði út á réttinda baráttu samkynhneigðra í trássi við þjóðkirkjuna".
Hér er áhugaverð síða sem ég vill benda þér á http://www.exodus.to/
Kv. Böðvar Ingi.
Böðvar Ingi Guðbjartsson, 17.5.2007 kl. 21:53
Góð grein Böðvar, er sammála öllu, nema einu atriði sem ég ber fram í spurningu: Afhverju vilt þú ekki sjá aðskilnað ríkis og kirkju?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.5.2007 kl. 07:25
Sæll Guðsteinn. Aðal ástæðan fyrir því er sú að ég sé enga ástæðu fyrir því að aðskilja þetta tvennt. Ég tel það hafa verið blessun fyrir íslenska þjóð að hafa það bundið í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands að Kristin trú skuli vera ríkis trú okkar Íslendinga. Mér finnst hins vegar svo mikill aula háttur hjá mörgum prestum þjóðkirkjunnar hvað þeir láta vaða yfir sig og sumir eru eins og fjöður í vindi, sveiflast fram og til baka, upp og niður af tíðarandanum eins og t.d. með málefnum samkynhneigðra. Þeir sem hafa barist einna mest fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju eru samtök eins og t.d. siðmennt og trúleysingjar. Þeir eru með þau rök að lýðræðis ríki geti ekki stuðst við eina trú.
Það að búa við lýðræði hefur einmitt með t.d. val að gera. Það er allt í lagi í lýðræðis ríki að velja sér þjóðtrú. Trúin setur þau viðmið sem við viljum bera okkur við og meta okkur út frá, kristin gildi.
Ef það kæmi aðskilnaður þá kæmi fljótlega krafa um að láta breyta fánanum, þjóðsöngnum, kristinni fræðslu í skólum yrði úthýst og fl. og fl. neikvætt myndi flæða yfir okkur.
Ég er þess fullviss að þeir útlendingar sem flytja hingað, að þeim er nett sama hvaða trú við höfum í stjórnarskrá okkar. Alveg eins og okkur er nákvæmlega sama hvað aðrar þjóðir kjósa að trúa á.
Kv. Böðvar Ingi
Böðvar Ingi Guðbjartsson, 19.5.2007 kl. 22:57
Takk fyrir þessi rök Böðvar, en ég held að þú sért að mála þetta doldið svart. Guð blessi þig bróðir !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.5.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Það er merkilegt að sjá hvað Framsóknarflokkurinn geldur mikið fyrir að hafa verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar, en samt sem áður veit fólk ekki fyrir víst, af hverju! Ég hef þá kenningu að þegar Framsóknarflokkurinn fór fram með málefni samkynhneigðra, fannst mörgum nú nóg komið. Að tala með þeim hætti eins og þeir Árni Magnússon fyrrverandi Félagsmálaráðherra og síðan Halldór Ásgrímsson fyrrverandi Forsætisráðherra. Þeir töluðu á þeim nótum að þeir ætluðu að berjast fyrir málstaði samkynhneigðra og láta breyta lögum þeim til tekna.
Í fyrra þegar þessi umræða var, kom meðal annars viðtal við Gest Gestsson Framsóknarmann viðtal í sjónvarpinu þar sem hann vildi fara hægar í þessi mál samkynhneigðra. Hann sagði frá því að margir Framsóknarmenn væru ekki sammála þeim Árna og Halldóri um þessi mál. Í umræðunni seinna meir mátti sjá og heyra að Framsóknarmenn, þeir sem studdu tillögu Árna og Halldórs hefðu skotið vel yfir markið í leit að vinsældum fyrir flokkinn. Fólk sá allavega að þeir væru ekki málefnalegir í þessum málaflokki þar sem svo margt stríddi gegna baráttumálum samkynhneigðra.
Ekki spurning, það er svarið fyrir slæmu gengi Framsóknarflokksins að þeir börðust fyrir málefnum samkynhneigðra.
Þegar Þorgeir ljósvetningargoði sagði fyrir þúsund árum ,,Alþingi skal taka Kristna trú" liggur það í eðli málsins að Sigurjón Þórðarson Hegranesgoði á ekkert erindi inn á Alþingi. Hann vill berjast fyrir aðskilnað ríkis og kirkju.
Hvað snýr að kosningum að þá er trompið í höndum Geirs H. Hann getur valið með hverjum hann kýs að fara í samstarf með.
Með kveðju Böðvar Ingi.