22.7.2007 | 03:21
Trúin á Guð.
Að trúa eða ekki trúa, það er spurningin? Á ferð minni um ýmsar bloggsíður, kemur trúin víða við. Trúin skiptir fólk máli, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, í þeirra huga. Margir guðfræðingar tala um að Kristin trú sé að taka á sig mjög sérstaka mynd og er sú mynd eða hugmyndafræði kölluð postmodelismi. Postmodelismi er ríkjandi hér á vesturlöndum. Postmodelismi gengur út á að hver og einn getur túlkað Kristna trú á sinn hátt og valið sinn veg eftir sinni túlkun. Mín skoðun á þeirri hugmyndafræði tel ég vera mjög vafasama. Það að ég gagnrýni Postmodelisma, hefur í för með sér, að þeir sem aðhyllast Postmodelisma verða mér ósammála. Þeir vilja meina að það sé gott fyrir trúna að taka breytingum eftir tíðarandanum. Nokkrir prestar sem aðhyllast postmodelisma vilja sníða Kristna trú að fólkinu og gera hana þægilega og vinsæla fyrir suma hópa sem vilja breyta ýmsu í boðun Biblíunnar. Rök þeirra eru þau að þeir vilji ekki fæla fólk frá kirkjunni heldur laða kirkjuna að þeim. En af hverju get ég ekki bara sætt mig við það og látið til leiðast og þagað? Er ég gamaldags og afturhaldsamur eða þröngsýnn maður? Eða er eitthvað sem fær mig til að vera á móti því að fólk velji og hafni eftir sínum eigin geðþótta þegar kemur að Biblíunni? Það sem fær mig til að vera á móti, er það sem í mér býr! Til að útskýra mál mitt ætla ég að segja mína reynslusögu af því hvernig ég komst til trúar á Jesú Krist.
Það var snemma árs 1995 að ég átti leið framhjá húsi systur minnar. Ég ákvað að kíkja inn í heimsókn. Þegar ég var kominn inn í forstofu að þá mætti mér mágur minn, kominn í úlpuna á leiðinni út. Hann var með bók í hendinni sem var Biblían. Hann tjáði mér að hann væri á leiðinni á samkomu og bauð mér með. Ég lét til leiðast og fór með honum á samkomu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað beið mín. Á samkomunni heyrði ég söngva sem ég hafði aldrei heyrt og predikun um kærleika Guðs og að Guð vill eiga persónulegt samband við okkur mannfólkið. Eftir samkomuna var ég eitt stórt spurningarmerki. Ég fór heim með mági mínum og við settumst inn í stofu til að ræða þetta nánar. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði frelsast. Ég var engu nær. Hann útskýrði fyrir mér fagnaðarerindið sem Jesús boðaði þegar Hann gekk hér um í mannheimi fyrir um 2000 árum. Að lokum bauð hann mér að fara með frelsis bæn. Ég jánkaði því. Bænin er á þá leið að þú biður Jesú um að koma inn í hjarta þitt, fyrirgefa þér syndir þínar og síðan biður þú Jesú um að frelsa þig. Þegar ég lauk þessari bæn, að þá gerðist það, ég frelsaðist. Allt í einu kom þessi fullvissa í hjartað mitt um að Guð væri til og að Hann elskaði mig. Ég upplifði eins og að eitthvað farg, þungi, hefði farið úr hjarta mínu. Ég fann að ég var orðinn breyttur maður. Eitthvað mjög merkilegt hafði gerst. Næstu vikur og mánuðir urðu mjög sérstakir. Ég vildi lifa heiðarlegu og hreinu lífi. Vinir mínir geta vitnað um það að ég varð orðinn breyttur maður. Allt blót og slæmir lestir hurfu úr mínu lífi. Ég fór að lesa í Biblíunni og var eins og svampur í vatni, drakk allt í mig.
Þegar maður les í Biblíunni og tileinkar sér boðskap Jesú og breytir eftir boðskapnum og reynir eftir bestu vitund að lifa eftir því, að þá hefur maður eitthvað til málanna að leggja þegar kemur að trúar umræðum. Ég hef lært að bera virðingu fyrir sjónarmiðum annarra og virða þeirra trú, en þegar fólk talar í nafni Kristinnar trúar og vill breyta boðskapnum til að þóknast sumu fólki að þá legg ég mitt á vogarskálina til að verja boðskap Jesú. Það að breyta boðskapnum er mjög hættulegt. Í Jakobsbréfi 4, kafla og frá versi 4 5 stendur ,,Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gjörir sig að óvini Guðs. Eða haldið þér að ritningin fari með hégóma, sem segir: ,,Þráir Guð ekki með afbrýði andann, sem hann gaf bústað í oss? (Biblían 1981)
Í Jóhannesarguðspjalli 3, kafla og frá versi 1 - 22 útskýrir Jesús fyrir Nikódemusi að maður þurfi að frelsast til að komast inn í Guðs ríki. Endurfæðast. (Biblían 1981)
Í 2. Korintubréfi 5, kafla og 17 versi stendur ,,Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til." (Biblían 1981)
Ég veit að trúin skiptir fólk máli og vill ég þar með hvetja alla til að gefa trúnni tækifæri með opnum og jákvæðum hug. Til eru margar góðar leiðir t.d. http://alfa.is/
Að trúa eða ekki trúa? Ég vel að trúa, trúa á allan boðskapinn, eins og hann er ritaður.
Með kveðju Böðvar Ingi.
Um bloggið
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vel að trúa líka. Guð blessi þig fyrir þessa góðu grein Böðvar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.7.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.