Kirkjuþing.

Kirkjuþing samþykkir, að prestar staðfesti samvist samkynhneigðra, gengur lengra en nokkur lúthersk kirkja - róttæklingar bæði fagna og lýsa yfir stefnu á enn meira!

Ég flagga í hálfa stöng í hjarta mínu. Ég sé það betur og betur hvernig þjóðkirkjan er orðin sýrð af vondu súrdegi. Ég vona að þetta fólk sjái af sér og dragi þessa tillögu til baka. Það er ekki hægt að blessa það sem Guð fordæmir. Hér þarf engan fróðan mann til að sjá að Biblían er mjög skýr í þessum málum, enda er hún opinberuð smælingjum. Kirkjan ætti frekar að bjóða upp á aðstoð til þeirra sem berjast við samkynhneigð. Og ég fullyrði það að það er ljótt að ljúga af þessu blessaða fólki sem glímir við samkynhneigð og segja að Guð blessi þeirra sambúðarform. Guð kallar þessa hneigð synd. Laun syndarinnar er dauði. Bæn mín er sú að þjóðkirkjan megi sjá af sér og fara að boða sannleika í stað lygi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

'A meðan kirkja er þjóðkirkja og þiggur fjármagn af ríkinu, er hún skyldug til að þjóna öllum landsmönnum. Á kirkjan erfitt með þetta, þá segir hún af sér rétti og fjármgni sem þjóðkirkja.

Þjóðkirkja lítur í fyrista lagi lögum þess lands sem hún þjónar.

Í öðru lagi trúarbrögðum.

Ásta Kristín Norrman, 25.10.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ásta í fyrsta lagi ætti kirkja og ríki að vera aðskilið. Trú á alltaf að vera frjálst val.. En Böðvar ég er sammála þér með Þjóðkirkjuna hún er allveg gjörsamlega með allt niður um sig og menguð heiminum. Biblían sýnir það allveg skýrt að hjónaband er karl og kona, reyndar sagði Biskup Íslands að Þjóðkirkjan myndi ekki breyta afstöðu sinni til hjónabandsins sem er karl og kona en hvað hann meinar þá með þessari tilögu sinni er allgjörlega óljóst. Mega gifta sig en eru ekki samþykkt sem hjón.

Reyndar verður allt brjálað ef minnst er á samkynhneigð sé ekki eðlileg...   

Eitt en til þín Ásta, kirkjan á ekki að breyta sér eftir því hvernig heimurinn er orðin, heldur á hún að hafa kærleiksboðskap krists að leiðarljósi og boða iðrun og þannig hafa áhrif á fólk utan hennar. Enda asnalegt að kirkja sem kennir sig við Krist afneiti svo því sem frelsarinn sjálfur hefur sagt og flokkar það sem henni hentar...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.10.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Menn mega glöggt sjá að þjóðkirkjan er ríkisstofnun en "ekki af því taginu að standa í tvísýnum vopna brýnum" hún veit að "jörðin er hnöttur í laginu  og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum".Svona sá Steinn Steinarr heimsmynd og skoðanir sínar. Þær passa ágætlega við kringumstæðurnar í dag.

Eins og kirkjuþing talar og Ásta Norrman rökræðir þá er þetta spurning um að hlýða peningavaldinu. En vita menn það að ef prestur fá yfir sig lög um að gifta samkynhneigða og neitar þá er hann sekur við stjórnarskrána? Vandinn er alls ekki leystur!

Kristnir menn þurfa að fara að vakna og spyrja sig hverjum þeir þjóni?
Kirkjunni hefur tekist að móta Biblíuna eftir sínum geðþótta t.d. með orðinu  skírn og nú með því að  fella orðið kynvilla út í  1.Kor.6:9  en trúlega hefur þeim yfirsést í Speki Salómons kafla 14: 26 þar sem talað er um ávöxt heiðninnar. Lesið það!

kær kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 27.10.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Böðvar Ingi Guðbjartsson

Höfundur

Böðvar Ingi Guðbjartsson
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband