Flott hjá Davíð.

Davíð flýr ekki vandamálin heldur stendur eins og klettur úti í hafi. Davíð var fyrir löngu búinn að vara við bankahruninu en enginn tók mark á honum. Best væri að fá Davíð aftur sem forsætisráðherra. Hann kann að leiða sína þjóð.
mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér leiðist persóna hans. Vil ekki hafa hann í neinni af þeim stjórnunarstöðum sem ég greiði laun til handa.

Elvar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:56

2 identicon

Flott, hjálpar okkur að losa okkur við Sjálfstæðisflokkinn út þessa öld

ag (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Algerlega sammála þér Böðvar.  Maðurinn á ekki að láta kúga sig úr embætti án einhverra saka, bara fyrir eitthvað ofstæki og einelti.

Nú byrjar fyrst ballið !!!

Sigurður Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 17:59

4 identicon

Þessa stundina er hann kletturinn sem öll skipin stranda á og mikill mannskaði

Hanna Arons (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:00

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Bara snilldar svar frá honum.  Jóhanna missteig sig í aðferðafræðinni.

Guðmundur Björn, 8.2.2009 kl. 18:00

6 identicon

Já, hann á það til að slá sér upp sem riddara til að slá ryki í augu almennings. Hann reyndi að vara ríkisstjórnina við...blablabla. Af hverju gerði hann ekki neitt í málinu fyrst hann vissi af þessu öllu? Segir það sig ekki sjálft að Seðlabankastjórinn sem var við völd þegar landið fór nokkurnveginn á hausinn á að segja af sér? Er fólk svona veruleikafyrrt að sjá ekki skynsemina í því að axla ábyrgð á mistökum. Stjórn FME er farinn, gamla ríkisstjórnin er farin, þó helmingurinn sé ennþá við völd. Það er staðreynd að fólk erlendis fattar ekki asnaganginn hér á landi, og af hverju við erum eina landið á vesturlöndum þar sem nákvæmlega enginn segir af sér fyrir neitt. Það kallast hroki..og hefur ekkert með einhverjar ofsóknir að gera. Það er bara í hausnum á x-D urum.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:11

7 identicon

Manni verður hálf óglatt af þessari endalausu foringjadýrkun í sjálfstæðismönnum. Davíð og hans menn eru arkitektarnir af hruni Íslands og gildir engu þótt hann hafi hvíslað að einhverjum að allt væri að fara til fjandans þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafi gert. Hann hafði næg tækifæri til að gera eitthvað í málunum ef hann hefði haft áhuga á því.

Ég (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:13

8 identicon

Um leið og Davíð Þessi Oddsson opnar munninn að þá er hann að ljúga,MÆTUM VIÐ SEÐLABANKANN Á MORGUN KL.8 og VÖRNUM HONUM INNGÖNGU.Það er athyglisverð grein eftir einn besta vin Davíðs í Helgarblaði D V greinina skrifar Hreinn Loftsson,skoðið og lesið.

Númi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:23

9 identicon

Tek undir fyrri athugsemd. Það veldur mér nær uppköstum að lesa hversu langt menn eru tilbúnir að fá Davíð upp í óæðri endann á sér.

Tek einnig undir þá spurning hví Davíð gerði ekki neitt í málunum, fyrst hann var svona agalega duglegur að benda á hvað framtíðin bæri í skauti sér.

Nei, Davíð er ekki hetja í nokkrum skilningi þess orðs.

Jón Flón (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:28

10 identicon

Magnús Jón Aðalsteinsson:

"Það er staðreynd að fólk erlendis fattar ekki asnaganginn hér á landi, og af hverju við erum eina landið á vesturlöndum þar sem nákvæmlega enginn segir af sér fyrir neitt."

Hvernig væri að kynna sér staðreyndir áður en þú bullar svona? Lestu þig til drengur...

Afhverju er fólk svona visst um að ástandið væri betra hefði Vinstri öfgamenn verið við lýði? Fallið yrði minna, en það er bara af því að góðærið hefði verið veikar.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:29

11 identicon

Sjálfsagt væru þið öll sem gagnrýnið karlinn fyrir að taka það ekki í mál að láta hrekja sig úr embætti með kolólögulegum gjörningi, slíkar gungur og smámenni að skríða út eins og barðir hundar ef slíkt kæmu upp í ykkar tilfelli.

Tala ekki um ef sami aðili sem það gerir ber beint ábyrgð á meintum brotum ykkar ásamt mörgum öðrum.

Sem og ef að sami aðili hafi virt að vettugi allar aðvaranir ykkar um hvað væri í vændum, sem og varð til þeirrar atburðarrásar sem þið ein eigið að bera ábyrgð á.

Þetta mál er lýðskrum og stjórnmál eiga ekki að snúast um það.  Við getum alveg eins brotið lög og hent öllum útrásarbjálfunum í tugthúsið án dóms.  Það eru mikið meiri líkur á að þar finnist lögbrjótar en í bankastjórunum þremur.

Vonandi finnur heilög Jóhanna og hennar samstarfsfólk eitthvað gagnlegra að gera en þessa leiksýningu fáránleikans.

Ég er ekki stuðningsmaður Davíðs sem bankastjóra, en rétt skal vera rétt.

joð (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:55

12 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Það að halda það að Davíð eigi þátt í hruni bankanna er álíka vitlaust að halda það að hann eigi þátt í falli Rómarborgar fyrr á öldum. Það sést greinilega að þeir sem eru einna mest á móti Davíð eru litaðir af fjölmiðlum sem eru í eigu ógæfumanna. Davíð er kóngurinn, sama hvað hver segir.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 8.2.2009 kl. 22:12

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Böðvar.

Hef aldrei þolað hrokann í Davíð. Jesús er konungurinn en ekki Davíð Oddsson. Úff.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:29

14 identicon

Sammála Böðvari.

Ef þau vilja losna við Davíð þurfa þau að spila eftir reglunum og breyta lögum.

Jóhanna er ber að barnaskap að standa í þessum símtölum og yfirlýsingum um að hún sé svekkt og sár.

Ef hún ræður ekki við Davíð - hvernig haldiði að henni gangi með efnahagsvandann sem er stærra mál??!!

Tindur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:28

15 identicon

Gunguskapur Jóhönnu og stjórnarinnar er alger með að getað ekki leyst þetta mál sem átti að vera eitthvað sem væri bara formsatriði til að hugnast kjósendunum sínum.

Af hverju þorir hún ekki einfaldlega að reka mennina ef hún telur sig hafa vald og umboð til þess, og gengur síðan í mál sem skipta þjóðinni verulegu máli?

 Eins og að aflétta bankaleynd þessara 30 - 40 aðila sem eru taldir bera ábyrgð og grunaðir um alvarlega afbrot sem urðu þess valdandi að þjóðfélagið var lagt í rúst?

 þessi farsi er lýðskrum sem þjóðin þarf örugglega ekki á að halda á þessum erfiðu tímum þegar það skiptir öllu máli að setja verkefni í forgangsröð vegna mikilvægi hagsmuna.

joð (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 14:00

16 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Já það hefur sýnt sig að Davíð er ekki á förum. Hann ætlar að standa vaktina og leiða okkur út úr þessum ólgusjó sem þjóðin er komin í. Hvar eru allir þeir sem mest bera ábyrgð? Búnir að koma sér fyrir á einhverjum eyjum sem veita þeim skattaskjól. En Davíð kvikar hvergi, heldur um stýrið eins og sannur skipstjóri. Hann mun stýra okkur úr þessum ólgusjó. Fylgist þið bara með fréttum á næstunni. Davíð kemur með flott útspil, það get ég lofað ykkur. Það er ég næsta viss um að Davíð gengur með Guði. 

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 9.2.2009 kl. 22:56

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:08

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er til lítið eitt sem heitir ábyrgð Böðvar minn, og eftir að hafa eignað sér íslandsmet í forsætisráðherrasetu, þá er ábyrgð hans mikil! Og hjálpar það ekki þegar maðurinn rétt tjáir sig, og fær neyðarlög sett á okkur, sömuleiðis hefur okkur að en meiri fíflum þegar hann er búinn að afgreiða rússalán og á meðan klóra rússarnir sér í hausnum og heimsbyggðin hlær, svo er hann setur á lista þar sem hann er einn 25 í heiminum sem talinn er bera ábyrgð á heimskreppunni.

Gengur með Guði já ... nei, ég verð að efast um það!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Böðvar Ingi Guðbjartsson

Höfundur

Böðvar Ingi Guðbjartsson
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband