Leiðtoginn snýr aftur!

Það birti til þegar ég heyrði í fréttum að Davíð Oddsson ætlar kannski að snúa aftur í pólitík. Betri mann get ég ekki hugsað mér til að taka við stjórnvöldin. Davíð lét ekki kaupa sig ( múta ) þegar honum voru boðnar 300 kúlur fyrir nokkrum árum. Davíð segir það sem segja þarf og án efa mikill leiðtogi. Það er ekki boðlegt að hlusta á þessa bankamenn tala illa um Davíð. Þeirra ummæli dæmi sig sjálf en því miður er eins og fólk sjái ekki í gegnum þetta. Þeir sem eiga ( áttu ? ) hina frjálsu fjölmiðla töluðu voru ekki vinveittir Davíð því þeir koma allir úr sama hópi og þeir sem reyndu að múta honum á sínum tíma.

Ég veit að það er bjartsýni að Davíð komi aftur inn í pólitíkina en ef svo er verður það þjóðinni til heilla. Þegar ég sé til Davíðs í sjónvarpsviðtölum sé ég mann sem er ekki sama. Hann vill leggja sitt að mörkum til að bæta ástandið. Mér sýnist þeir sem einna mest bera ábyrgð, þ.e.a.s. þeir sem settu okkur í þessar skuldir vera komnir af landi brott með allan gróðann.

En við vonum það besta og mér finnst alveg fráleitt að fólk skuli reyna að kenna Davíð um þetta. Það er kannski ein af þeim ástæðum hvað margir eru heilaþvegnir af þessum frjálsu fjölmiðlum.

Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Eina sem ég tek und með þér það eru blessunaróskir fyrir Ísland og Íslendinga.

Vertu Guði falinn.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Böðvar ... þér er ekki alvara? Er það?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Mér er mikil alvara með þessu. Helst vildi ég láta þá skipta um sæti Geir og Davíð. Láta Davíð í forsætisráðherrastólinn og Geir í seðlabankann.

Davíð er bara svo mikill leiðtogi og það er akkurat sem þjóðin þarf á að halda. Geir er fínn í seðlabankanum sem hagfræðingur að mennt.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 8.12.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Böðvar Ingi Guðbjartsson

Höfundur

Böðvar Ingi Guðbjartsson
Böðvar Ingi Guðbjartsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband